Einstakur staður

Einstakur staður

Í hjarta Breiðafjarðar

Bóka gistingu

Hótel Flatey

Gisting og veitingastaður í uppgerðum pakkhúsum í miðju þorpsins í Flatey, í Eyjólfspakkhúsi og Stóra-Pakkhúsi er gisting og veitingasalur hótelsins er í Samkomuhúsinu. Eyjólfspakkhús stendur við samnefnda bryggju og þaðan er útsýni yfir Hafnareyna. Stóra-Pakkhús ásamt samkomuhúsinu eru þar við hliðina.

Hótel Flatey býður nú upp á 8 tveggja manna herbergi, 3 svítur og 2 eins manns herbergi. Samtals 13 herbergi. Öll herbergin eru með sameiginlegu baðherbergi. Morgunmatur er innifalinn í verðinu.


Show more rooms

Staðsetning og aðstaða

Vegan
Matur fyrir alla.
Hundar
Því miður eru hundar ekki leyfilegir. Það á við um Flatey vegna fuglalífs.
Bílastæði
Það er ekki þörf á bílastæðum í Flatey. Það eru ekki bílar! 
Morgunverður
Morgunverður alltaf innifalinn. Kaffi líka.
Staðsetning
Komið með ferjunni frá Stykkishólmi eða Brjánslæk. Göngufæri frá höfninni en við skutlum töskunum.
Netsamband
Ef þú þarft netsamband þá reddum við því. Flestir kjósa hins vegar að vera lausir við það, loksins.

Algengar spurningar og svör

Geta börnin gist með í herberginu?

Börn geta deilt herbergi með forseldrum sínum. Þau smærri upp í en þau stærri á auka rúmi. Aukarúm kostar kr. 5.000 og má koma einu slíku fyrir í hverju herbergi. Morgunverður er innifalinn fyrir börnin.

Hvenær er innritun?

Þú getur komið hvenær sem er eftir kl. 16 og þarft að hafa rýmst herbergið fyrir kl. 11. Við geymum farangur þar til þú ferð.

Hvar fæ ég að borða í Flatey?

Á hótelinu er veitingastaður, opinn frá morgni til kvölds. Morgunverður, hádegisverður og kvöldverður og allt þar á milli.

Hvar fæ ég að borða í Flatey?

Á hótelinu er veitingastaður, opinn frá morgni til kvölds. Morgunverður, hádegisverður og kvöldverður og allt þar á milli.

Hvernig kemst ég í Flatey?

Daglegar ferðir með Baldri frá Stykkishólmi og Brjánslæk. Áætlun og miðakaup á www.saeferdir.is. Frá bryggjunni í Flatey er svo göngufæri í Plássið þar sem hótelið er. 

Þarf ég að bera farangurinn frá bryggjunni?

Það er bíll frá hótelinu sem ferjar farangur.

Get In Touch

Contact Us

Please contact us if you have any questions or special requests

Phone:
Email:
info@hotelflatey.is
Booking
Bóka gistingu
Trip Advisor:
View Our Profile
Address:
Iceland , Stykkishólmur, Aðalgata 5